Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2022 11:46 Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands fagnar dómi Félagsdóms frá í gær um að Icelandair hafi staðið ólöglega að uppsögnum flugfreyja og flugþjóna og endurráðningum þeirra í fyrra. Vísir Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir. Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir.
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23
Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00
Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24
Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35