Tæpar tvær vikur eru síðan neðansjávareldgos hófst í eyjaklasanum, sem valdið hefur miklum skemmdum í byggðum á Tonga. Stuttu eftir að eldgosið hófst riðu yfir flóðbylgjur sem felldu hús og rufu rafmagns-, síma- og netlínur og svo mætti lengi telja.
Enn einar náttúruhamfarirnar riðu yfir Tongverja í morgun þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir. Upptök skjálftans voru um 219 km vestnorðvestur af Pangai, höfuðborg Tonga.

Samkvæmt jarðvísindastofnun Bandaríkjanna varð skjálftinn á um 14,5 kílómetra dýpi. Ef markma má nýjustu upplýsingar á Google fannst skjálftinn á Tonga, Fídjíeyjum og Niue.
Tveir minni skjálftar mældust þá í nótt, einn 5,0 að stærð klukkan 00:55 að íslenskum tíma og annar klukkan 02:08 sem var 5,2 að stærð.