Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum Snorri Másson skrifar 27. janúar 2022 23:01 „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Egill Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna. Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022 EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30