Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum Snorri Másson skrifar 27. janúar 2022 23:01 „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Egill Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna. Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022 EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30