Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2022 13:15 Drífa Snædal segir allar spár um húsnæðisþörfina úreltar. Snúa þurfi frá þeirri stefnu að fjárfestar ráði húsnæðismarkaðnum og byggja þess í stað miðað við þarfir vinnandi fólks. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Drífa Snædal forseti Alþýðusamandsins segir þörf á stefnubreytingu í húsnæðismálum. Forseti Alþýðusambandsins óttast stefnuleysi stjórnvalda í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þetta er verra en við óttuðumst. Við erum búin að vekja athygli stjórnvalda á þessu og gerðum það fyrir áramót. Það er að segja að við værum að sigla inn í dýrtíð og það þyrfti að taka á þessu,“ segir Drífa. Staðan í húsnæðismálum valdi sérstökum áhyggjum. „Þessi gjaldþrotastefna að húsnæðismarkaðurinn sé byggður upp fyrir fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk og með húsnæðisöryggi þess að markmiði.“ ASÍ leggi áherslu á að allir sammælast um að byggja upp húsnæðismarkað á félagslegum grunni. Það verði yfirlýst markmið að fólk greiði ekki meira en 25 prósent af launum í húsnæðiskostnað. „Það er að segja; að breyta algerlega viðhorfi þannig að hinn frjálsi markaður stýri ekki húsnæðismarkaðnum. Heldur þarfir vinnandi fólks og alls almennings,“ segir Drífa. Forseti Alþýðusambandsins segir lóðaskort vera helsa flöskuhálsinn á húsnæðismarkaðnum í dag. Eini ljósi punkturinn í húsnæðismálum undanfarin ár hafi verið uppbygging almennra íbúða á vegum verkalýðsfélaganna.Vísir/Vilhelm Þetta verði stóra málið í þeim kjaraviðræðum sem nú væru í undirbúningi vegna almennra kjarasamninga sem renni sitt skeið í haust. „Ég óttast að það sé ekkert plan í gangi hjá stjórnvöldum um að taka á húsnæðismarkaðnum með mynduglegum hætti. Það þýðir að við þurfum þá að beita þeim mun meiri þrýstingi til að umpóla markmiðum húsnæðismarkaðrins,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin þyrftu líka að bregðast við því flöskuhálsinn í dag væri skortur á lóðum. „Allar spár um húsnæðisþörfina eru að hækka þessa dagana. Þannig að það er eins gott að fara að spýta í lófana. Þær lóðir sem eru tilbúnar til bygginga ná engan veginn að dekka þetta,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Drífa Snædal forseti Alþýðusamandsins segir þörf á stefnubreytingu í húsnæðismálum. Forseti Alþýðusambandsins óttast stefnuleysi stjórnvalda í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þetta er verra en við óttuðumst. Við erum búin að vekja athygli stjórnvalda á þessu og gerðum það fyrir áramót. Það er að segja að við værum að sigla inn í dýrtíð og það þyrfti að taka á þessu,“ segir Drífa. Staðan í húsnæðismálum valdi sérstökum áhyggjum. „Þessi gjaldþrotastefna að húsnæðismarkaðurinn sé byggður upp fyrir fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk og með húsnæðisöryggi þess að markmiði.“ ASÍ leggi áherslu á að allir sammælast um að byggja upp húsnæðismarkað á félagslegum grunni. Það verði yfirlýst markmið að fólk greiði ekki meira en 25 prósent af launum í húsnæðiskostnað. „Það er að segja; að breyta algerlega viðhorfi þannig að hinn frjálsi markaður stýri ekki húsnæðismarkaðnum. Heldur þarfir vinnandi fólks og alls almennings,“ segir Drífa. Forseti Alþýðusambandsins segir lóðaskort vera helsa flöskuhálsinn á húsnæðismarkaðnum í dag. Eini ljósi punkturinn í húsnæðismálum undanfarin ár hafi verið uppbygging almennra íbúða á vegum verkalýðsfélaganna.Vísir/Vilhelm Þetta verði stóra málið í þeim kjaraviðræðum sem nú væru í undirbúningi vegna almennra kjarasamninga sem renni sitt skeið í haust. „Ég óttast að það sé ekkert plan í gangi hjá stjórnvöldum um að taka á húsnæðismarkaðnum með mynduglegum hætti. Það þýðir að við þurfum þá að beita þeim mun meiri þrýstingi til að umpóla markmiðum húsnæðismarkaðrins,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin þyrftu líka að bregðast við því flöskuhálsinn í dag væri skortur á lóðum. „Allar spár um húsnæðisþörfina eru að hækka þessa dagana. Þannig að það er eins gott að fara að spýta í lófana. Þær lóðir sem eru tilbúnar til bygginga ná engan veginn að dekka þetta,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30
Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00
Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15