Átta miðahafar skiptu með sér þriðja vinningi og fær hver vinningshafi 11,6 milljónir króna í sinn hlut. Sex miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir tveir í Litháen og Finnlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Heppnin var greinilega ekki með Íslendingum þessa vikuna en þó voru fjórir með annan vinning í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru í áskrift en einn var keyptur á heimasíðu Íslenskrar getspár.