Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. janúar 2022 19:00 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn á Valskonum í dag. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. „Við náðum að loka vel á þeirra helstu vopn í sóknarleiknum og fengum líka auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem telja mikið upp á sjálfstraustið. Við fórum með 4 marka forystu inn í hálfleikinn og fundum að við vorum með þær. Við héldum bara áfram í seinni hálfleik og spiluðum frábæran leik. Þetta var sennilega okkar besti leikur í langan tíma.“ Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum náði KA/Þór níu marka forystu og Andri Snær fór að rúlla vel á liðinu. „Það var mjög gott að ná svona góðri forystu, við gátum farið að rúlla á allskonar. Vissulega saknaði Valur mikilvægra leikmanna og allt það en við hugsum um okkur og náðum að keyra þetta í 60 mínútur, góður sigur.“ „Við erum með þriðja flokks stelpur sem eru að fara að spila leik núna á eftir og þær fengu nokkrar mínútur, eiginlega bara upphitun fyrir sinn leik. Við náðum að halda þessu svolítið fersku, náðum að halda orkunni upp á tíu og það taldi svolítið mikið. Þær voru með fáa leikmenn á skýrslu en við náðum að dreifa svolítið álaginu og það var svolítið stórt í þessum leik.“ KA/Þór saxaði á Val sem er öðru sæti deildarinnar en nú munar einu stigi á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Valur er með frábært lið og búnar að spila frábærlega í allan vetur og þess vegna var það gott fyrir okkur að ná í þennan sigur. Við vitum hvað býr í okkur. Við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum og erum að vinna áfram í okkar málum. Við erum með fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur þannig að við ætlum bara að halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að mæta klárar í.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
„Við náðum að loka vel á þeirra helstu vopn í sóknarleiknum og fengum líka auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem telja mikið upp á sjálfstraustið. Við fórum með 4 marka forystu inn í hálfleikinn og fundum að við vorum með þær. Við héldum bara áfram í seinni hálfleik og spiluðum frábæran leik. Þetta var sennilega okkar besti leikur í langan tíma.“ Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum náði KA/Þór níu marka forystu og Andri Snær fór að rúlla vel á liðinu. „Það var mjög gott að ná svona góðri forystu, við gátum farið að rúlla á allskonar. Vissulega saknaði Valur mikilvægra leikmanna og allt það en við hugsum um okkur og náðum að keyra þetta í 60 mínútur, góður sigur.“ „Við erum með þriðja flokks stelpur sem eru að fara að spila leik núna á eftir og þær fengu nokkrar mínútur, eiginlega bara upphitun fyrir sinn leik. Við náðum að halda þessu svolítið fersku, náðum að halda orkunni upp á tíu og það taldi svolítið mikið. Þær voru með fáa leikmenn á skýrslu en við náðum að dreifa svolítið álaginu og það var svolítið stórt í þessum leik.“ KA/Þór saxaði á Val sem er öðru sæti deildarinnar en nú munar einu stigi á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Valur er með frábært lið og búnar að spila frábærlega í allan vetur og þess vegna var það gott fyrir okkur að ná í þennan sigur. Við vitum hvað býr í okkur. Við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum og erum að vinna áfram í okkar málum. Við erum með fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur þannig að við ætlum bara að halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að mæta klárar í.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira