Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 10:13 Slysið varð vestan við skólabygginguna á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan tvö í gær. Nítján ára karlmaður, nemandi við skólann, var meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Hreiðar Hreiðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík segir í samtali við fréttastofu að slysið hafi orðið fyrir neðan skólabygginguna á Laugum, vestan megin. Pilturinn og fleiri ungmenni hafi verið að leik í snjónum í brekku sem þar er. Pilturinn hafi runnið út á Austurhlíðarveg, sem liggur að skólanum, og orðið þar fyrir bíl. Skólahald fellur niður Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. Málið er rannsakað sem slys. „Það voru þónokkrir nemendur Laugaskóla þarna utandyra bara eins og gengur, og verða vitni að þessum hörmungum,“ segir Hreiðar. Skólahald fellur niður á Laugum í dag vegna slyssins en nemendum var boðin áfallahjálp hjá fulltrúum Rauða krossins í gær. Slíkt verður áfram í boði í dag, samkvæmt bréfi frá skólastjórnendum til nemenda og forráðamanna sem sent var í gær. „Við erum öll harmi slegin að missa mætan nemanda á svo sviplegan hátt. Hugur okkar er hjá aðstandendum hans,“ sagði jafnframt í bréfinu sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari skólans skrifar undir. Um Framhaldsskólann á Laugum Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur. Lengi voru skiptar skoðanir um það meðal yfirmanna menntamála hvort skólinn ætti að bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs eða halda sig við styttri brautir. Stúdentsprófið varð ofan á og frá árinu 1997 hefur skólinn útskrifað stúdenta af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum. Samgönguslys Þingeyjarsveit Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan tvö í gær. Nítján ára karlmaður, nemandi við skólann, var meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Hreiðar Hreiðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík segir í samtali við fréttastofu að slysið hafi orðið fyrir neðan skólabygginguna á Laugum, vestan megin. Pilturinn og fleiri ungmenni hafi verið að leik í snjónum í brekku sem þar er. Pilturinn hafi runnið út á Austurhlíðarveg, sem liggur að skólanum, og orðið þar fyrir bíl. Skólahald fellur niður Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. Málið er rannsakað sem slys. „Það voru þónokkrir nemendur Laugaskóla þarna utandyra bara eins og gengur, og verða vitni að þessum hörmungum,“ segir Hreiðar. Skólahald fellur niður á Laugum í dag vegna slyssins en nemendum var boðin áfallahjálp hjá fulltrúum Rauða krossins í gær. Slíkt verður áfram í boði í dag, samkvæmt bréfi frá skólastjórnendum til nemenda og forráðamanna sem sent var í gær. „Við erum öll harmi slegin að missa mætan nemanda á svo sviplegan hátt. Hugur okkar er hjá aðstandendum hans,“ sagði jafnframt í bréfinu sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari skólans skrifar undir. Um Framhaldsskólann á Laugum Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur. Lengi voru skiptar skoðanir um það meðal yfirmanna menntamála hvort skólinn ætti að bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs eða halda sig við styttri brautir. Stúdentsprófið varð ofan á og frá árinu 1997 hefur skólinn útskrifað stúdenta af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum.
Um Framhaldsskólann á Laugum Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur. Lengi voru skiptar skoðanir um það meðal yfirmanna menntamála hvort skólinn ætti að bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs eða halda sig við styttri brautir. Stúdentsprófið varð ofan á og frá árinu 1997 hefur skólinn útskrifað stúdenta af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum.
Samgönguslys Þingeyjarsveit Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48