Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 19:21 Hér sést hvernig húsin geta myndað littla þyrpingu sem minnir á fyrri tíma í skipulagi Reykjavíkurborgar. Zeppelin arkitektar Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs. Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15