Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 14:20 Flugferðum til Evrópu hefur verið aflýst og viðbúið er að ferðum frá Bandaríkjunum seinki. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45