Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 15:54 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Tayolor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum. Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum.
Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17