Arnar Daði: Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2022 23:46 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, leið hræðilega eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk leik Fram og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. Fram sigraði leikinn 29-27, en hann var æsispennandi á lokakaflanum. Með tapinu færist Grótta enn fjær frá sæti í úrslitakeppninni, en þetta var gullið tækifæri fyrir þá til að nálgast það sæti. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða