Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 14:01 Joe Burrow með bikarinn sem Cincinnati Bengals fékk fyrir sigur í Ameríkudeildinni. AP/Charlie Riedel Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira