Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 11:13 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. Fellst fjármálaráðherra á að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65% eignarhlutum ríkisins í bankanum innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Telur Bjarni nú skynsamlegt að halda áfram sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Greinargerð og fylgigögn um áformin hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að óskað hafi verið eftir formlegri umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Eftir að umsagnir nefnda Alþingis og Seðlabanka Íslands liggja fyrir verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar fjármálaráðherra. „Með skráningu bankans á skipulegan verðbréfamarkað og sölu hlutabréfa á honum er áherslum um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum mætt með sem ákjósanlegustum hætti,“ segir í greinargerð vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins á Íslandsbanka. Leggja til að salan verði tekin í nokkrum áföngum Bankasýsla ríkisins horfir til þess að selja eignarhluti ríkisins með blöndu af tilboðsfyrirkomulagi og miðlunaráætlun. Fram kemur í greinargerðinni að fyrri aðferðin felist í útboði til hæfra fjárfesta, en sú síðari í því að verðbréfafyrirtæki fái fyrirmæli um að selja ákveðinn hluta fjölda hluta yfir visst tímabil, háð framboði og eftirspurn hverju sinni. „Umfang áætlaðrar sölu er mikið miðað við stærð útboða í Kauphöll Íslands. Þess vegna er horft til þess að salan á öllum eftirstandandi 65% eignarhlut ríkisins í bankanum verði í nokkrum áföngum yfir allt að tveggja ára tímabil. Nákvæm tímasetning og fjárhæð einstakra söluáfanga mun því taka mið af ytri aðstæðum eins og sveiflum í hagkerfinu, stöðu fjármálamarkaða, hlutabréfamarkaða og þróun heimsmála almennt. Því er mikilvægt að í sölumeðferðinni ríki viss sveigjanleiki við ákvörðun um einstaka söluáfanga. Miðað við fyrrgreint er horft til þess að hægt verði að ljúka við sölu á eftirstandandi eignarhlutum ríkisins í Íslandsbankahlutabréfanna á markaði fyrir árslok 2023,“ segir jafnframt í greinargerð fjármálaráðherra. Gætu fengið um 160 milljarða fyrir hlutinn Dagslokagengi hlutabréfa Íslandsbanka þann 1. febrúar var 123 og var heildar markaðsvirði hlutabréfa í bankanum þá um 246 milljarða króna. Samkvæmt því var virði 65% eignarhlutar ríkisins þá um 160 milljarðar króna. Ef miðað er við sölu á 25% hlut í fyrsta áfanga væri markaðsvirði hlutarins um 61,5 milljarðar króna. Dagslokagengi Íslandsbanka var 126,4 krónur í gær og hefur farið hækkandi. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fellst fjármálaráðherra á að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65% eignarhlutum ríkisins í bankanum innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Telur Bjarni nú skynsamlegt að halda áfram sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Greinargerð og fylgigögn um áformin hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að óskað hafi verið eftir formlegri umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Eftir að umsagnir nefnda Alþingis og Seðlabanka Íslands liggja fyrir verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar fjármálaráðherra. „Með skráningu bankans á skipulegan verðbréfamarkað og sölu hlutabréfa á honum er áherslum um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum mætt með sem ákjósanlegustum hætti,“ segir í greinargerð vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins á Íslandsbanka. Leggja til að salan verði tekin í nokkrum áföngum Bankasýsla ríkisins horfir til þess að selja eignarhluti ríkisins með blöndu af tilboðsfyrirkomulagi og miðlunaráætlun. Fram kemur í greinargerðinni að fyrri aðferðin felist í útboði til hæfra fjárfesta, en sú síðari í því að verðbréfafyrirtæki fái fyrirmæli um að selja ákveðinn hluta fjölda hluta yfir visst tímabil, háð framboði og eftirspurn hverju sinni. „Umfang áætlaðrar sölu er mikið miðað við stærð útboða í Kauphöll Íslands. Þess vegna er horft til þess að salan á öllum eftirstandandi 65% eignarhlut ríkisins í bankanum verði í nokkrum áföngum yfir allt að tveggja ára tímabil. Nákvæm tímasetning og fjárhæð einstakra söluáfanga mun því taka mið af ytri aðstæðum eins og sveiflum í hagkerfinu, stöðu fjármálamarkaða, hlutabréfamarkaða og þróun heimsmála almennt. Því er mikilvægt að í sölumeðferðinni ríki viss sveigjanleiki við ákvörðun um einstaka söluáfanga. Miðað við fyrrgreint er horft til þess að hægt verði að ljúka við sölu á eftirstandandi eignarhlutum ríkisins í Íslandsbankahlutabréfanna á markaði fyrir árslok 2023,“ segir jafnframt í greinargerð fjármálaráðherra. Gætu fengið um 160 milljarða fyrir hlutinn Dagslokagengi hlutabréfa Íslandsbanka þann 1. febrúar var 123 og var heildar markaðsvirði hlutabréfa í bankanum þá um 246 milljarða króna. Samkvæmt því var virði 65% eignarhlutar ríkisins þá um 160 milljarðar króna. Ef miðað er við sölu á 25% hlut í fyrsta áfanga væri markaðsvirði hlutarins um 61,5 milljarðar króna. Dagslokagengi Íslandsbanka var 126,4 krónur í gær og hefur farið hækkandi. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira