Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 12:51 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur trú á að landsmenn nái að aðlagast veðurfarinu. Hann segir að vetrarveðráttan á Íslandi sé síbreytileg en mikill snjóþungi ætti þó ekki að koma mikið á óvart. vísir/vilhelm Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“ Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnina snúa umræðunni á hvolf Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“
Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnina snúa umræðunni á hvolf Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29
Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17
Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39