Kærasti Biles heitir Jonathan Owens og leikur með Houston Texans í NFL-deildinni. Hann skellti sér á skeljarnar í gær og bar stóru spurninguna upp. Og Biles sagði já. Hún greindi frá tíðindunum á Twitter í dag.
„Vaknaði sem unnusta. Ég get ekki beðið eftir því að eyða allri ævinni með þér, þú ert allt sem mig dreymdi um og meira til. Giftumst!“ skrifaði Biles.
WOKE UP A FIANCÉE
— Simone Biles (@Simone_Biles) February 15, 2022
I can t wait to spend forever & ever with you, you re everything I dreamed of and more! let s get married! @jjowens_3 pic.twitter.com/BcrWvhEE38
Biles og Owens hafa verið í sambandi síðan í ágúst 2020. Hún var áður með fimleikmanninum Stacey Ervin.
Hin 24 ára Biles er sigursælasta fimleikakona sögunnar. Hún vann til fimm gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking og hefur unnið nítján gullverðlaun á HM. Alls hefur hún unnið til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum.