Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 19:18 Mary D'Avino er móðir Rachel D'Avino, sem var myrt í Sandy Hook-skotárásinni árið 2012. AP Photo/Seth Wenig Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira