Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 22:39 Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í gær og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn. Björgunarfélag Hornafjarðar Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni. Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni.
Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17