Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 23:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins. Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins.
Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira