Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 08:51 Svona voru aðstæður í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Víkurfréttir Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. „Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“ Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
„Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19
Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53
Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13