Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 14:57 Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni. Nú er höllin fokin. Friðrik Sigurbjörnsson Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. „Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi. Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi.
Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira