Tuttugasta brúðkaupið í dag klukkan 22:00 þann 22.02 2022 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 22:02 Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur Grafarvogskirkju hafði í nógu að snúast í dag við að gefa saman pör, Vísir/Arnar Þrátt fyrir leiðindaveður nýttu sér margir daginn til að láta gefa sig saman. Í Grafarvogskirkju var haldið hálfgert brúðkaupsmaraþon sem hófst á hádegi og stendur þar til í kvöld. Prestur segir dagsetninguna einstaka. Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum. Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum.
Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira