„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 18:40 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira