Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:25 Rauðar, appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið tíðar í febrúar. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal Loftslagsmál Veður Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal
Loftslagsmál Veður Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira