Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Egill Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira