Sýningin Freistingin opnar á morgun: „Er nema von að sálir kvenna standi í ljósum logum um allan heim“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2022 15:30 Listakonan Ragnhildur Jóhanns opnar sýninguna Freistingin á morgun í sýningarrými Hjarta Reykjavíkur. Aðsend Listakonan Ragnhildur Jóhanns opnar sýninguna „Freistingin“ á morgun, laugardaginn 5. mars, á milli klukkan 17:00 og 19:00 í sýningarrými Hjarta Reykjavíkur að Laugavegi 12b. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur Jo hanns (@ragnhildur_johanns) Ragnhildur notast mikið við kvenleikann í listsköpun sinni og konur eru gjarnan í forgrunni verka hennar. Það er svo sannarlega tilfellið á þessari sýningu en samkvæmt sýningartexta Dr. Yndu Eldborg fjallar Ragnhildur um sjálfsmyndir sem konur velja sér og þær sjálfsmyndir sem feðraveldið og stuðningsfólk þess heldur leynt og ljóst að þeim í gagnvirkum fjölmiðlum samtímans. Úr klippimyndalistaverki Ragnhildar. Var fullnæging ástríðunnar þess virði?Aðsend Bókverk og afmæli Á opnuninni kemur út nýtt bókverk eftir Ragnhildi sem ber nafnið Ósköp. Það verður gefið út í 45 tölusettum og árituðum eintökum en bæði sýningin og útgáfa bókverksins eru í tilefni þess að Ragnhildur á 45 ára afmæli þann 6. mars, daginn eftir opnun. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur Jo hanns (@ragnhildur_johanns) Aðspurð segist Ragnhildur hafa unnið að þessari sýningu síðan haustið 2021. Bækur tengjast listsköpun hennar nánum böndum og því á vel við að gefa út bókverk í tengslum við listasýninguna. „Ég hef lengi unnið með kvenleikan í listsköpun minni og ég sæki oft innblástur í gamlar bækur og þá oft bækur sem fjalla um kvenleika, hvernig konur ættu að haga sér, klæða sig og farða sig sem dæmi. Bækur eru almennt mikið innblásturs efni fyrir mig enda vinn ég gjarnan með texta í mínum verkum og með þessari sýningu hef ég haldið áfram á þeirri línu.“ Úr verki Ragnhildar fyrir sýninguna Freistingin.Aðsend Framlag til mikilvægrar feminískrar vitundarvakningar Í texta Dr. Yndu Eldborg segir að frá árinu 2020 hafi Ragnhildur Jóhanns tekið þátt í ýmsum femínískum umræðum með klippimyndum sínum. Enn fremur segir að verk Ragnhildar séu framlag til þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið meðal ungra femínista sem taka OnlyFans, kynlífsverkafólk og netmiðlun á kynferðislegu efni sem hluta af feminískri baráttu fyrir réttlæti þar sem konur taka sér vald yfir eigin líkömum á eigin forsendum gegn feðraveldinu og púritanisma ýmissa af eldri kynslóð femínista. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur Jo hanns (@ragnhildur_johanns) Dr. Ynda Eldborg skrifar: „Ragnhildur sækir einnig efni í klippimyndir sínar í gleymdan og grafinn menningararf þjóðarinnar; ógagnvirk pornóblöð og Tígulgosa fortíðarinnar sem gegndu sama hlutverki og netið gerir í dag sem uppspretta þekkingar, drauma, ímyndunarafls, sjálfsmynda og ranghugmynda um óseðjandi kynlífsgyðjur til endalausra nota fyrir feðraveldið. Er nema von að sálir kvenna standi í ljósum logum um allan heim.“ Sýningin stendur til 3. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur Jo hanns (@ragnhildur_johanns) Ragnhildur notast mikið við kvenleikann í listsköpun sinni og konur eru gjarnan í forgrunni verka hennar. Það er svo sannarlega tilfellið á þessari sýningu en samkvæmt sýningartexta Dr. Yndu Eldborg fjallar Ragnhildur um sjálfsmyndir sem konur velja sér og þær sjálfsmyndir sem feðraveldið og stuðningsfólk þess heldur leynt og ljóst að þeim í gagnvirkum fjölmiðlum samtímans. Úr klippimyndalistaverki Ragnhildar. Var fullnæging ástríðunnar þess virði?Aðsend Bókverk og afmæli Á opnuninni kemur út nýtt bókverk eftir Ragnhildi sem ber nafnið Ósköp. Það verður gefið út í 45 tölusettum og árituðum eintökum en bæði sýningin og útgáfa bókverksins eru í tilefni þess að Ragnhildur á 45 ára afmæli þann 6. mars, daginn eftir opnun. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur Jo hanns (@ragnhildur_johanns) Aðspurð segist Ragnhildur hafa unnið að þessari sýningu síðan haustið 2021. Bækur tengjast listsköpun hennar nánum böndum og því á vel við að gefa út bókverk í tengslum við listasýninguna. „Ég hef lengi unnið með kvenleikan í listsköpun minni og ég sæki oft innblástur í gamlar bækur og þá oft bækur sem fjalla um kvenleika, hvernig konur ættu að haga sér, klæða sig og farða sig sem dæmi. Bækur eru almennt mikið innblásturs efni fyrir mig enda vinn ég gjarnan með texta í mínum verkum og með þessari sýningu hef ég haldið áfram á þeirri línu.“ Úr verki Ragnhildar fyrir sýninguna Freistingin.Aðsend Framlag til mikilvægrar feminískrar vitundarvakningar Í texta Dr. Yndu Eldborg segir að frá árinu 2020 hafi Ragnhildur Jóhanns tekið þátt í ýmsum femínískum umræðum með klippimyndum sínum. Enn fremur segir að verk Ragnhildar séu framlag til þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið meðal ungra femínista sem taka OnlyFans, kynlífsverkafólk og netmiðlun á kynferðislegu efni sem hluta af feminískri baráttu fyrir réttlæti þar sem konur taka sér vald yfir eigin líkömum á eigin forsendum gegn feðraveldinu og púritanisma ýmissa af eldri kynslóð femínista. View this post on Instagram A post shared by Ragnhildur Jo hanns (@ragnhildur_johanns) Dr. Ynda Eldborg skrifar: „Ragnhildur sækir einnig efni í klippimyndir sínar í gleymdan og grafinn menningararf þjóðarinnar; ógagnvirk pornóblöð og Tígulgosa fortíðarinnar sem gegndu sama hlutverki og netið gerir í dag sem uppspretta þekkingar, drauma, ímyndunarafls, sjálfsmynda og ranghugmynda um óseðjandi kynlífsgyðjur til endalausra nota fyrir feðraveldið. Er nema von að sálir kvenna standi í ljósum logum um allan heim.“ Sýningin stendur til 3. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira