Elden Ring: Líklega minnst óþolandi leikur From Software, sem er gott Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2022 08:46 Óvinir manns í Elden Ring eru mjög fjölbreyttir og ógnvekjandi. FromSoftware/Bandai Namco Elden Ring, nýjasti leikur From Software, er nokkuð merkilegur. Þetta er fyrsti leikur fyrirtækisins sem gerist í opnum heimi. From Software tekst að halda anda SoulsBorne-leikjanna og í senn gera leikinn aðgengilegri. Ég vil byrja á því að taka fram að ég er svolítið seinn í þetta partí en leikurinn kom út þann 25. febrúar. Þá vil ég líka taka fram að ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi leikja From Software. Það er þó þeir séu flestir góðir en stærstu ástæðurnar eru að þeir krefjast allir brjálæðislegrar skuldbindingar og rosalega mikils „grænds“, þar sem maður þarf að gera sömu hlutina aftur og aftur. Opinn heimur, betri heimur Að láta Elden Ring gerast í opnum heimi var fáránlega góð ákvörðun. Það hjálpar aulum eins og mér mjög mikið og það er endalaust af sjitti til að skoða, og erfiða gaura til að finna og láta drepa sig. Þegar maður skoðar The Lands Between, sögusvið Elden Rings, getur maður gert það á sínum hraða og á sínum forsendum. Ef þú ert fastur á erfiðum óvini, farðu þá bara eitthvað annað. Gerðu þig betri og æfðu þig og komdu svo aftur. Þú verður pottþétt ekki heldur tilbúinn þá, en það er svo sem eðlilegt. Það er svo gaman að takast að sigra erfiða óvini eftir nokkrar tilraunir. Það sem fer þó endalaust í taugarnar á mér við það er að From Software gerir manni það aldrei auðvelt að deyja og komast aftur í erfiða drullusokkinn sem drap þig. Maður þarf alltaf að fara fyrst í gegnum haug af litlum og aumum drullusokkum til að komast aftur í erfiða gaurinn og oftar en ekki, deyja strax aftur. Það er hægt að laumupúkast í Elden Ring og stinga vonda karla í bakið.FromSoftware/Bandai Namco Kunnuleg hringrás Við spilun leiksins tók ég þó fljótt eftir gamalli lúppu eða hringrás sem ég kannast vel við. Ég kveiki á leiknum, ég sökka og á í basli með hina aumustu óvini, ég skána og verð betri, ég verð góður með mig, ég enda í aðstæðum sem ég ræð ekkert við og er drepinn, ég ýti á alt+F4. Þessi hringiða er sífellt endurtekin en ég verð aðeins betri í hvert sinn. Þetta er í grunninn upplifun mín af öllum leikjum From Software. Þar komum við að því sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér við From Software leiki. Það er að þeir virðast að mörgu leyti hannaðir til að stela af manni tíma. Það er svo þreytandi að þurfa alltaf að gera sama sjittið aftur og aftur. Margir virðast gefast upp Þó Elden Ring sé aðgengilegri en fyrri leikir From Software er samt ekki hægt að segja annað en að hann sé erfiður. Til marks um hve erfiður leikurinn er, má benda á það að um viku eftir að hann kom út, hafði ekki helmingur þeirra sem spiluðu hann á Steam sigrað fyrsta „bossinn“, Godrick the Grafted. Í PlayStation var hlutfallið 54 prósent. Það bendir til þess að margir sem keyptu leikinn hafi átt í vandræðum með erfiðleikastig hans eða hafi einfaldlega gefist upp og hætt að spila hann tiltölulega snemma. Hann krefst nefnilega mikillar skuldbindingar og sérstaklega ef þú ert ekki kunnugur fyrri leikjum From Software. Elden Ring er líka gífurlega langur leikur og The Lands Between eru risastór. Það hjálpar samt mjög mikið til að maður er með hest-ish til að fara hraðar um og til að berjast á. Hann hefur bjargað mér úr mörgum vandræðum. Til viðbótar við það er einfaldlega hægt að ferðast til ákveðinna staða víðsvegar um heiminn, svo lengi sem spilarar hafa farið þar um áður. Þrátt fyrir aukin þægindi er ljóst að ef maður vill gera þetta almennilega mun það krefjast tuga klukkustunda. The Lands Between, eins og heimur Elden Ring heitir, er þrusuflottur og þar eru nýir óvinir og fjársjáðir undir hverjum steini.FromSoftware/BandaiNamco Hræðilegt viðmót í PC og lagg Ég er að spila leikinn í PC en það voru hræðileg mistök. Hræðileg alveg. Allt viðmót er hannað fyrir leikjatölvur og það virðist ekki hafa verið gerð minnsta tilraun til að koma til móts við PC-fólk. Allar leiðbeiningar sýna til dæmis stýripinna-takka. Leikurinn hjálpar manni bókstaflega ekki neitt að átta sig á því hvernig maður á að spila með lyklaborði og mús. Sem dæmi má nefna að til að lækna mig í bardaga þarf ég að sleppa músinni og ýta niður á örvatakkann þar til ég finn „lækniflöskuna“ og svo ýta á R-takkann til að drekka úr henni. Það er hræðilegt. Svo laggar leikurinn í PC þegar eitthvað er að gerast og það getur verið merkilega erfitt að horfa í kringum sig. Það allra versta sem snýr að leiknum í PC-tölvum, sko það allra, allra, allra versta, er að þú opnar kort leiksins með því að ýta á G-takkann. G-TAKKANN! Í sögu PC-tölvuleikja hefur það aldrei verið raunin. Það er reyndar hvergi hægt að sjá það, held ég. Ég gúgglaði hvernig maður opnar kortið og það er ekki einu sinni hægt að breyta því. G-TAKKANN! M-takkinn eða TAB á það að vera. Annað er bara kjaftæði. FromSoftware/Bandai Namco Hef ekki hugmynd um hvað er að gerast George RR Martin kom að því að skrifa sögu Elden Ring en ég get ekki séð að það skipti neinu máli. Ég hef bókstaflega aldrei skilið hvað er í gangi í þessum leik, eða svo sem í öðrum leikjum From Software. Þannig að það er ekkert nýtt. Mögulega er ég vandamálið en ég efast um það. Svo virðist ómögulegt að finna hluti sem heita eðlilegum nöfnum. Maður finnur til dæmis aldrei einfaldlega „lykil“ í þessum leik. Þess í stað finnur maður eitthvað sem gæti alveg eins heitið „The Frozen Butthole of Gel'Talag the Tiny“ og þarft að finna út úr því sjálfur hvað það er og hvað það gerir. Verið tilbúin til að gúggla mikið, við spilun leiksins og þá sérstaklega til að sjá hvað hlutir sem maður finnur í leiknum, hvernig þú gerir hitt og þetta og hvernig best sé að sigra tiltekna óvini. Þetta er allt hluti af þeirri formúlu sem hefur gert leiki From Software svo vinsæla. Það tekur spilara jafnvel nokkra leiki til að skilja söguna almennilega og til þess þarf að lesa vel og vandlega um hluti í leiknum. Opni heimurinn getur samt þvælst fyrir manni. Mér hefur í það minnsta gengið erfiðlega að halda mig við verkefnið. Það eru ákveðnar örvar sem vísa manni veginn, sem sjást á kortinu, þið munið eftir kortinu sem maður opnar með G-TAKKANUM! Ég á samt alltaf erfitt með að muna af hverju ég er að fara þangað og til hvers. The Tarnished á góðri stund.FromSoftware/Bandai Namco Samantekt-ish Elden Ring er að ég held sá leikur From Software sem mér þykir bestur og mögulega sá leikur sem ég hef komist mest inní, ef svo má að orði komast. Það að hann sé í opnum heimi hjálpar gífurlega mikið til, því í fyrri leikjum hefur maður iðulega verið bundinn við það að gera sömu hlutina aftur og aftur. Nú getur maður bara farið að gera eitthvað annað og jafnvel eitthvað sem er skemmtilegra. Enda eru the Lands Between risastór og stútfull af rústum og dýflissum til að skoða og láta drepa sig í. Í stuttu máli sagt, þá er hann mun aðengilegri en hinir leikirnir, þó hann sé auðvitað mjög krefjandi og oft óþolandi. Ef þú hefur það sem Elden Rings krefst, er auðvelt að skemmta sér vel í leiknum. Það er líka hægt að spila hann nokkrum sinnum og byggja mismunandi bardagakappa. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ég vil byrja á því að taka fram að ég er svolítið seinn í þetta partí en leikurinn kom út þann 25. febrúar. Þá vil ég líka taka fram að ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi leikja From Software. Það er þó þeir séu flestir góðir en stærstu ástæðurnar eru að þeir krefjast allir brjálæðislegrar skuldbindingar og rosalega mikils „grænds“, þar sem maður þarf að gera sömu hlutina aftur og aftur. Opinn heimur, betri heimur Að láta Elden Ring gerast í opnum heimi var fáránlega góð ákvörðun. Það hjálpar aulum eins og mér mjög mikið og það er endalaust af sjitti til að skoða, og erfiða gaura til að finna og láta drepa sig. Þegar maður skoðar The Lands Between, sögusvið Elden Rings, getur maður gert það á sínum hraða og á sínum forsendum. Ef þú ert fastur á erfiðum óvini, farðu þá bara eitthvað annað. Gerðu þig betri og æfðu þig og komdu svo aftur. Þú verður pottþétt ekki heldur tilbúinn þá, en það er svo sem eðlilegt. Það er svo gaman að takast að sigra erfiða óvini eftir nokkrar tilraunir. Það sem fer þó endalaust í taugarnar á mér við það er að From Software gerir manni það aldrei auðvelt að deyja og komast aftur í erfiða drullusokkinn sem drap þig. Maður þarf alltaf að fara fyrst í gegnum haug af litlum og aumum drullusokkum til að komast aftur í erfiða gaurinn og oftar en ekki, deyja strax aftur. Það er hægt að laumupúkast í Elden Ring og stinga vonda karla í bakið.FromSoftware/Bandai Namco Kunnuleg hringrás Við spilun leiksins tók ég þó fljótt eftir gamalli lúppu eða hringrás sem ég kannast vel við. Ég kveiki á leiknum, ég sökka og á í basli með hina aumustu óvini, ég skána og verð betri, ég verð góður með mig, ég enda í aðstæðum sem ég ræð ekkert við og er drepinn, ég ýti á alt+F4. Þessi hringiða er sífellt endurtekin en ég verð aðeins betri í hvert sinn. Þetta er í grunninn upplifun mín af öllum leikjum From Software. Þar komum við að því sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér við From Software leiki. Það er að þeir virðast að mörgu leyti hannaðir til að stela af manni tíma. Það er svo þreytandi að þurfa alltaf að gera sama sjittið aftur og aftur. Margir virðast gefast upp Þó Elden Ring sé aðgengilegri en fyrri leikir From Software er samt ekki hægt að segja annað en að hann sé erfiður. Til marks um hve erfiður leikurinn er, má benda á það að um viku eftir að hann kom út, hafði ekki helmingur þeirra sem spiluðu hann á Steam sigrað fyrsta „bossinn“, Godrick the Grafted. Í PlayStation var hlutfallið 54 prósent. Það bendir til þess að margir sem keyptu leikinn hafi átt í vandræðum með erfiðleikastig hans eða hafi einfaldlega gefist upp og hætt að spila hann tiltölulega snemma. Hann krefst nefnilega mikillar skuldbindingar og sérstaklega ef þú ert ekki kunnugur fyrri leikjum From Software. Elden Ring er líka gífurlega langur leikur og The Lands Between eru risastór. Það hjálpar samt mjög mikið til að maður er með hest-ish til að fara hraðar um og til að berjast á. Hann hefur bjargað mér úr mörgum vandræðum. Til viðbótar við það er einfaldlega hægt að ferðast til ákveðinna staða víðsvegar um heiminn, svo lengi sem spilarar hafa farið þar um áður. Þrátt fyrir aukin þægindi er ljóst að ef maður vill gera þetta almennilega mun það krefjast tuga klukkustunda. The Lands Between, eins og heimur Elden Ring heitir, er þrusuflottur og þar eru nýir óvinir og fjársjáðir undir hverjum steini.FromSoftware/BandaiNamco Hræðilegt viðmót í PC og lagg Ég er að spila leikinn í PC en það voru hræðileg mistök. Hræðileg alveg. Allt viðmót er hannað fyrir leikjatölvur og það virðist ekki hafa verið gerð minnsta tilraun til að koma til móts við PC-fólk. Allar leiðbeiningar sýna til dæmis stýripinna-takka. Leikurinn hjálpar manni bókstaflega ekki neitt að átta sig á því hvernig maður á að spila með lyklaborði og mús. Sem dæmi má nefna að til að lækna mig í bardaga þarf ég að sleppa músinni og ýta niður á örvatakkann þar til ég finn „lækniflöskuna“ og svo ýta á R-takkann til að drekka úr henni. Það er hræðilegt. Svo laggar leikurinn í PC þegar eitthvað er að gerast og það getur verið merkilega erfitt að horfa í kringum sig. Það allra versta sem snýr að leiknum í PC-tölvum, sko það allra, allra, allra versta, er að þú opnar kort leiksins með því að ýta á G-takkann. G-TAKKANN! Í sögu PC-tölvuleikja hefur það aldrei verið raunin. Það er reyndar hvergi hægt að sjá það, held ég. Ég gúgglaði hvernig maður opnar kortið og það er ekki einu sinni hægt að breyta því. G-TAKKANN! M-takkinn eða TAB á það að vera. Annað er bara kjaftæði. FromSoftware/Bandai Namco Hef ekki hugmynd um hvað er að gerast George RR Martin kom að því að skrifa sögu Elden Ring en ég get ekki séð að það skipti neinu máli. Ég hef bókstaflega aldrei skilið hvað er í gangi í þessum leik, eða svo sem í öðrum leikjum From Software. Þannig að það er ekkert nýtt. Mögulega er ég vandamálið en ég efast um það. Svo virðist ómögulegt að finna hluti sem heita eðlilegum nöfnum. Maður finnur til dæmis aldrei einfaldlega „lykil“ í þessum leik. Þess í stað finnur maður eitthvað sem gæti alveg eins heitið „The Frozen Butthole of Gel'Talag the Tiny“ og þarft að finna út úr því sjálfur hvað það er og hvað það gerir. Verið tilbúin til að gúggla mikið, við spilun leiksins og þá sérstaklega til að sjá hvað hlutir sem maður finnur í leiknum, hvernig þú gerir hitt og þetta og hvernig best sé að sigra tiltekna óvini. Þetta er allt hluti af þeirri formúlu sem hefur gert leiki From Software svo vinsæla. Það tekur spilara jafnvel nokkra leiki til að skilja söguna almennilega og til þess þarf að lesa vel og vandlega um hluti í leiknum. Opni heimurinn getur samt þvælst fyrir manni. Mér hefur í það minnsta gengið erfiðlega að halda mig við verkefnið. Það eru ákveðnar örvar sem vísa manni veginn, sem sjást á kortinu, þið munið eftir kortinu sem maður opnar með G-TAKKANUM! Ég á samt alltaf erfitt með að muna af hverju ég er að fara þangað og til hvers. The Tarnished á góðri stund.FromSoftware/Bandai Namco Samantekt-ish Elden Ring er að ég held sá leikur From Software sem mér þykir bestur og mögulega sá leikur sem ég hef komist mest inní, ef svo má að orði komast. Það að hann sé í opnum heimi hjálpar gífurlega mikið til, því í fyrri leikjum hefur maður iðulega verið bundinn við það að gera sömu hlutina aftur og aftur. Nú getur maður bara farið að gera eitthvað annað og jafnvel eitthvað sem er skemmtilegra. Enda eru the Lands Between risastór og stútfull af rústum og dýflissum til að skoða og láta drepa sig í. Í stuttu máli sagt, þá er hann mun aðengilegri en hinir leikirnir, þó hann sé auðvitað mjög krefjandi og oft óþolandi. Ef þú hefur það sem Elden Rings krefst, er auðvelt að skemmta sér vel í leiknum. Það er líka hægt að spila hann nokkrum sinnum og byggja mismunandi bardagakappa.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira