Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2022 07:00 Stofa með parketi á gólfi og fallegum útglugga. Borðstofa með útgengi út á rúmgóðar svalir. Fjárfesting Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. Um er að ræða 91 fermetra íbúð á jarðhæð að Sæbólsbraut 26 sem byggð var árið 1985. Eignin var auglýst til sölu 28. febrúar síðastliðinn fyrir 54,9 milljónir króna Skömmu síðar var auglýsingin tekin út og birtist hún aftur þann 5. mars. Þá var ásett verð komið upp í 60,9 milljónir króna en fasteignamat er 45,2 milljónir. „Mér datt í hug að einhver blaðamaður myndi hringja í mig út af þessu,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, léttur í bragði. „Þetta er sárasaklaust, það er enginn að kaupa og selja þetta á nokkrum dögum.“ Eldhúsið er búið hvítri innréttingu, parketi á gólfi og borðkróki.Fjárfesting Óskar segir mörg tilboð hafa borist í eignina í fyrra skiptið en ekkert þeirra hafi verið samþykkt. „Seljandinn þarf að fá ákveðið verð sem hún kannski náði ekki þarna fyrst svo þá breytast aðstæður og hún ákveður að prófa þetta.“ Opinber gögn sýna að íbúðin við Sæbólsbraut 26 var síðast seld á 36,6 milljónir króna í nóvember 2017. Seljist hún nú á ásettu verði nemur verðhækkunin 66,4 prósentum á innan við fjórum og hálfu ári. Ekki er byrjað að taka við tilboðum í seinni lotu en Óskar segir það enn algengt að fólk þurfi að bjóða hærra en ásett verð til að tryggja sér íbúðir. Mikill skortur sé á eignum líkt og ítarlega hafi verið fjallað um seinustu mánuði en mögulega séu merki um að markaðurinn sé eitthvað aðeins farinn að róast. Hér má sjá annað tveggja svefnherbergja.Fjárfesting Í sölulýsingu kemur fram að um sé að ræða fallega þriggja herbergja endaíbúð á jarðhæð. Íbúðin sjálf sé 78,8 fermetrar en sérgeymsla í kjallara 12,2 fermetrar að flatarmáli. Einnig segir að ráðist hafi verið í miklar framkvæmdir á fjölbýlishúsinu fyrir um tveimur árum þegar það var málað að utan, gler og gluggar endurnýjaðir á göflum, ásamt því að þak var lagfært og endurnýjað. Opið er á milli stofunnar og eldhússins.Fjárfesting Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, sturtu með glerþili og upphengdu salerni.Fjárfesting Hitt svefnherbergið virðist hafa verið nýtt sem gestaherbergi. Fjárfesting Íbúðin er við Sæbólsbraut 26 í Kópavogi.Fjárfesting Fasteignamarkaður Húsnæðismál Kópavogur Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23 Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Um er að ræða 91 fermetra íbúð á jarðhæð að Sæbólsbraut 26 sem byggð var árið 1985. Eignin var auglýst til sölu 28. febrúar síðastliðinn fyrir 54,9 milljónir króna Skömmu síðar var auglýsingin tekin út og birtist hún aftur þann 5. mars. Þá var ásett verð komið upp í 60,9 milljónir króna en fasteignamat er 45,2 milljónir. „Mér datt í hug að einhver blaðamaður myndi hringja í mig út af þessu,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, léttur í bragði. „Þetta er sárasaklaust, það er enginn að kaupa og selja þetta á nokkrum dögum.“ Eldhúsið er búið hvítri innréttingu, parketi á gólfi og borðkróki.Fjárfesting Óskar segir mörg tilboð hafa borist í eignina í fyrra skiptið en ekkert þeirra hafi verið samþykkt. „Seljandinn þarf að fá ákveðið verð sem hún kannski náði ekki þarna fyrst svo þá breytast aðstæður og hún ákveður að prófa þetta.“ Opinber gögn sýna að íbúðin við Sæbólsbraut 26 var síðast seld á 36,6 milljónir króna í nóvember 2017. Seljist hún nú á ásettu verði nemur verðhækkunin 66,4 prósentum á innan við fjórum og hálfu ári. Ekki er byrjað að taka við tilboðum í seinni lotu en Óskar segir það enn algengt að fólk þurfi að bjóða hærra en ásett verð til að tryggja sér íbúðir. Mikill skortur sé á eignum líkt og ítarlega hafi verið fjallað um seinustu mánuði en mögulega séu merki um að markaðurinn sé eitthvað aðeins farinn að róast. Hér má sjá annað tveggja svefnherbergja.Fjárfesting Í sölulýsingu kemur fram að um sé að ræða fallega þriggja herbergja endaíbúð á jarðhæð. Íbúðin sjálf sé 78,8 fermetrar en sérgeymsla í kjallara 12,2 fermetrar að flatarmáli. Einnig segir að ráðist hafi verið í miklar framkvæmdir á fjölbýlishúsinu fyrir um tveimur árum þegar það var málað að utan, gler og gluggar endurnýjaðir á göflum, ásamt því að þak var lagfært og endurnýjað. Opið er á milli stofunnar og eldhússins.Fjárfesting Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, sturtu með glerþili og upphengdu salerni.Fjárfesting Hitt svefnherbergið virðist hafa verið nýtt sem gestaherbergi. Fjárfesting Íbúðin er við Sæbólsbraut 26 í Kópavogi.Fjárfesting
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Kópavogur Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23 Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00