Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 21:01 Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01