Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. mars 2022 11:30 Þorsteinn V. Einarsson forsprakki miðilsins Karlmennskan fær mesta innblásturinn frá réttsýnu fólki. Ljósmyndari: Heiða Helgadottir/Aðsend Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. Hver ert þú í þínum eigin orðum?Ég er næstum því miðaldra, hvítur, femínskur, gagnkynhneigður, ófatlaður, vegan karlmaður sem er menntaður í kynjafræðum, faðir og eiginmaður sem starfar við fyrirlestra, samfélagsmiðla og hlaðvarpsgerð. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvað veitir þér innblástur?Ég fæ auðveldlega innblástur úr ólíklegustu áttum. Til dæmis þegar ég er að horfa á þætti, hlusta á tónlist, lesa greinar, hljóðbækur eða sé ömurleg hot takes frá einhverjum karlrembum. Þá fæ ég oft hugmyndir eða drifkraft. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Mesta innblásturinn fæ ég samt sennilega frá réttsýnu fólki sem stendur fast á sínum gildum og sannfæringu og ögrar valdi og yfirlæti, sama hvert óréttlætið er. Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Einvera og það að stússast einn í einhverju nærir mig óendanlega. Mér finnst líka mjög nærandi að brjóta upp hversdagsleikann með Huldu, konunni minni, og börnunum og fara í göngutúr í Elliðaárdalnum, bíltúr í Hveragerði eða eitthvert út fyrir borgina eða bara út að borða. Lang best er auðvitað að hafa eitthvað stórt til að hlakka til eins og að fara í frí í sólina. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Vinnudagurinn er nánast aldrei eins. Stundum er ég bókaður í fyrirlestra, annars er ég með hlaðvarpsviðtöl eða undirbúa þau, undirbúa fræðslupósta á samfélagsmiðla eða átaksverkefni um jákvæða karlmennsku, sem ég er að gera akkúrat núna. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) En fastinn er að vakna kl. 7.30 og borða morgunmat. Skutla í leikskóla klukkan níu og sækja klukkan fjögur. Síðan er yfirleitt smá stúss, kvöldmatur klukkan 18:30, svæfa 19:30 og eilífa verkefnið að reyna að finna eitthvað til að horfa á um kvöldið. Eða nýta kvöldin í að klára verkefni eins og að svara svona spurningum sem ég hef ekki komist í síðastliðna daga. Hvað er það skemmtilegasta við lífið?Að hafa gott fólk til að deila því með, hlæja, njóta, elska, gleðjast og takast á við erfiðleika saman. Fólkið mitt er klárlega það skemmtilegasta og allra besta við lífið. Innblásturinn Lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. Hver ert þú í þínum eigin orðum?Ég er næstum því miðaldra, hvítur, femínskur, gagnkynhneigður, ófatlaður, vegan karlmaður sem er menntaður í kynjafræðum, faðir og eiginmaður sem starfar við fyrirlestra, samfélagsmiðla og hlaðvarpsgerð. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvað veitir þér innblástur?Ég fæ auðveldlega innblástur úr ólíklegustu áttum. Til dæmis þegar ég er að horfa á þætti, hlusta á tónlist, lesa greinar, hljóðbækur eða sé ömurleg hot takes frá einhverjum karlrembum. Þá fæ ég oft hugmyndir eða drifkraft. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Mesta innblásturinn fæ ég samt sennilega frá réttsýnu fólki sem stendur fast á sínum gildum og sannfæringu og ögrar valdi og yfirlæti, sama hvert óréttlætið er. Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Einvera og það að stússast einn í einhverju nærir mig óendanlega. Mér finnst líka mjög nærandi að brjóta upp hversdagsleikann með Huldu, konunni minni, og börnunum og fara í göngutúr í Elliðaárdalnum, bíltúr í Hveragerði eða eitthvert út fyrir borgina eða bara út að borða. Lang best er auðvitað að hafa eitthvað stórt til að hlakka til eins og að fara í frí í sólina. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Vinnudagurinn er nánast aldrei eins. Stundum er ég bókaður í fyrirlestra, annars er ég með hlaðvarpsviðtöl eða undirbúa þau, undirbúa fræðslupósta á samfélagsmiðla eða átaksverkefni um jákvæða karlmennsku, sem ég er að gera akkúrat núna. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) En fastinn er að vakna kl. 7.30 og borða morgunmat. Skutla í leikskóla klukkan níu og sækja klukkan fjögur. Síðan er yfirleitt smá stúss, kvöldmatur klukkan 18:30, svæfa 19:30 og eilífa verkefnið að reyna að finna eitthvað til að horfa á um kvöldið. Eða nýta kvöldin í að klára verkefni eins og að svara svona spurningum sem ég hef ekki komist í síðastliðna daga. Hvað er það skemmtilegasta við lífið?Að hafa gott fólk til að deila því með, hlæja, njóta, elska, gleðjast og takast á við erfiðleika saman. Fólkið mitt er klárlega það skemmtilegasta og allra besta við lífið.
Innblásturinn Lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira