„Maður þolir illa að tapa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2022 13:19 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu. Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira