Breiðablik situr á toppi riðilsins með tólf stig en hefur lokið keppni. Stjarnan hefur tíu stig og Skagamenn eru með níu stig. Takist öðru liðin að vinna leikinn í kvöld tryggir það sér farseðil í undanúrslit en verði jafntefli fara Blikar í undanúrslitin.
Leikurinn fer fram í Miðgarði og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Á sama tíma fer fram áhugaverður leikur í Subway deildinni í körfubolta þar sem KR-ingar verða í heimsókn í Njarðvík. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Hér fyrir neðan má sjá allar útsendingar dagsins.