Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. mars 2022 19:18 Rafmagnsleysið er fátítt á sumrin en á myndinni er Búðardalur í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik. Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik.
Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira