Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 22:31 Nái ráðherrann fram vilja sínum mun fólk ekki mega reykja í Danmörku þrátt fyrir háan aldur eftir nokkra áratugi. Finn Winkler/Getty Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri. Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri.
Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira