Zaghari-Ratcliffe var handtekinn árið 2016 fyrir að skipuleggja valdarán. Hún hefur ávallt neitað sök. Henni var fyrst haldið í fangelsi en síðan sleppt og skipað að halda sig heima fyrir. Hún fékk hins vegar vegabréfið sitt aftur í vikunni.
Nazanin is at the airport in Tehran and on her way home.
— Tulip Siddiq (@TulipSiddiq) March 16, 2022
I came into politics to make a difference, and right now I m feeling like I have.
More details to follow. #FreeNazanin
Mikið hefur verið fjallað um mál Zaghari-Ratcliffe í breskum fjölmiðlum og um tilraunir breskra ráðamanna til að fá hana heim. Þeir hafa hins vegar verið sakaðir um að hafa forgangsraða öðrum hagsmunum fram yfir hennar.
Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe, Richard, býr með sex ára dóttur þeirra í Hampstead í Lundúnum og hefur barist ötullega fyrir því að fá konuna sína heim. Gekk hann svo langt í fyrr að fara í hungurverkfall til að ýta við ráðamönnum.
Richard hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en BBC hefur eftir systur Zaghari-Ratcliffe, Rebeccu, að þetta sé tilfinningaþrunginn dagur. „Okkur líður eins og þetta sé í höfn en við munum ekki trúa því fyrr en flugvélin er komin í loftið,“ sagði hún.
Öðrum breskum-írönskum ríkisborgara var sleppt á sama tíma; Anoosheh Ashoori en hann var handtekinn árið 2017 og sakaður um njósnir.