Tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð eftir blóðskimunarátak Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2022 12:00 Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor hlaut styrk sem tryggir það að verkefninu verði haldið áfram. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig mergæxlis í íslenskri rannsókn. Evrópska rannsóknarráðið hefur ákveðið að styrkja verkefnið um nærri þrjú hundruð millljónir króna til að hægt sé að halda því áfram. Mergæxli er beinmergskrabbamein og ólæknandi sjúkdómur. Greinist það snemma eru horfur sjúklinga almennt betri. Krabbameinið hefur ákveðin undanfara eða forstig mergæxlis. Haustið 2016 var þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar ýtt úr vör í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, kanna orsakir og afleiðingar sjúkdómsins og bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita leiða til lækningar. Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð. Alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli. Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala, hefur nú hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu. Sigurður Yngvi segir styrkinn hafa mikla þýðingu. „Bæði er þetta mikil viðurkenning fyrir bara mig og allt rannsóknarteymið og þetta góða starf sem við höfum verið að gera undanfarið og svo gerir þetta okkur náttúrulega kleift að halda áfram að rannsaka mergæxli og forstig þess.“ Þá segir hann ávinning þegar vera af rannsókninni. „Með því að leita og vanda okkur þá finnum við fólk sem er svona á mörkum þess að vera komið með mergæxli. Það er með það sem er kallað mallandi mergæxli og er svona í mikilli hættu á að þróast yfir í mergæxli og við höfum þannig getað gripið inni í áður en í rauninni þau fá mergæxli og höfum þá veitt lyfjameðferð og erum með tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð og nokkrir hafa lokið tveggja ára lyfjameðferð með gríðarlega góðum árangri og það er kannski stóri áfanginn.“ Háskólar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54 Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00 Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira
Mergæxli er beinmergskrabbamein og ólæknandi sjúkdómur. Greinist það snemma eru horfur sjúklinga almennt betri. Krabbameinið hefur ákveðin undanfara eða forstig mergæxlis. Haustið 2016 var þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar ýtt úr vör í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, kanna orsakir og afleiðingar sjúkdómsins og bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita leiða til lækningar. Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð. Alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli. Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala, hefur nú hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu. Sigurður Yngvi segir styrkinn hafa mikla þýðingu. „Bæði er þetta mikil viðurkenning fyrir bara mig og allt rannsóknarteymið og þetta góða starf sem við höfum verið að gera undanfarið og svo gerir þetta okkur náttúrulega kleift að halda áfram að rannsaka mergæxli og forstig þess.“ Þá segir hann ávinning þegar vera af rannsókninni. „Með því að leita og vanda okkur þá finnum við fólk sem er svona á mörkum þess að vera komið með mergæxli. Það er með það sem er kallað mallandi mergæxli og er svona í mikilli hættu á að þróast yfir í mergæxli og við höfum þannig getað gripið inni í áður en í rauninni þau fá mergæxli og höfum þá veitt lyfjameðferð og erum með tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð og nokkrir hafa lokið tveggja ára lyfjameðferð með gríðarlega góðum árangri og það er kannski stóri áfanginn.“
Háskólar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54 Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00 Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Sjá meira
Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11
Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00
Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54
Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00