Evangelos Pavlidis kom heimamönnum í AZ Alkmaar yfir á 18. mínútu, áður en Amahl Pellegrino jafnaði metin fyrir Bodø/Glimt átta mínútum síðar.
Pavlidis skoraði svo annað mark sitt og annað mark AZ Alkmaar stuttu síðar og sá til þess að heimamenn fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn.
Ekkert var skorað í síðari hálfleik og því varð niðurstaðan 2-1 sigur AZ Alkmaar. Eins og áður segir vann Bodø/Glimt fyrri leikinn einnig 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.
Aðeins eitt mark var skorað í framlengingunni. Þar var á ferðinni Alfons Sampsted í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann stýrði fyrirgjöf Hugo Vetlesen snyrtilega í netið og tryggði Bodø/Glimt um leið sæti í átta liða úrslitum.
Alfons og félagar verða þvík í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar á morgun, en AZ Alkmaar situr eftir með sárt ennið.