Gripinn með tvö þúsund oxy-töflur en finnst ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 14:18 Karlmaðurinn sat í gæsluvarðhaldi í fimm daga í kjölfar þess að hann var handtekinn í nóvember. Vísir/Vilhelm Karlmaður frá Póllandi hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin-töflum til landsins. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða. Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.
Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira