Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Rafmagnslaust hefur verið í Maríupól síðan í byrjun mars. Ganna flúði borgina með foreldrum sínum, systur og mági. Ganna Kotelnikova Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira