Ármann öruggir á Stórmeistaramótið

Snorri Rafn Hallsson skrifar
risi-ld-2022-individual-result-1920x1080--8444672c-5e3a-447b-b55f-a1bdea6d2705

Fylkir þurfti nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni enda hafði liðið ekki unnið leik í þriðja hring deildarinnar. KiddiDisco og Snowy komu inn í stað Kruzer og Thomsen í liði Ármanns í gærkvöldi. Ármann hafði unnið báða fyrri leikina 16–14 og 16–13, og vantaði einungis einn sigur til að tryggja sér fjórða sætið í deildinni og fara beint inn í Stórmeistaramótið.

Það var því mikið í húfi þegar liðin lögðu leið sína í Nuke. Ármann vann hnífalotuna auðveldlega og byrjaði leikinn í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Fylkir byrjaði sem hryðjuverkamennirnir. Þreföld fella frá Zerq tryggði Fylki fyrsta stig leiksins. Ekki gekk Ármanni betur í næstu lotu þegar K-dot felldi fjóra þeirra en Fylkir fór vel af stað og vann fyrstu þrjár loturnar áður en Ármann komst á blað.

KiddiDisco var stór í næstu lotum þar sem Ármann jafnaði og komst yfir í 4–3. Liðin börðust hart um miðbik hálfleiks. Fylkismenn höfðu verið blankir en um leið og þeir gátu vopnast náðu þeir að jafna á ný og stráfella leikmenn Ármanns. Þreföld fella Vargs gerði Fylkismönnum erfitt fyrir í næstu lotu þar á eftir þar sem leikmenn Ármanns gátu umkringt þá og komist aftur yfir.

Ármann náði yfirhöndinni eftir því sem leið á leikinn og áfram hélt KiddiDisco að vera atkvæðamikill. Fylki tókst illa að veikja vörnina og finna tækifæri til að koma sprengjunni fyrir þar til í síðustu lotu hálfleiksins þegar liðið sneri góðri opnun Ármanns sér í hag og hélt uppi pressunni.

Staða í hálfleik: Ármann 9 – 6 Fylkir

Ármann rétt svo hafði betur í skammbyssulotunni og galopnaði vörn Fylkis í þeirri næstu með þrefaldri fellur frá Ofvirkum. Misheppnaðir smókar kostuðu Ármann svo þriðju lotu síðari hálfleiks og þrátt fyrir góða tilraun Snowy til að koma í bakið á Fylkismönnum í þeirri næstu féll sú lota einnig með Fylki.

Lið Fylkis var komið í gang og gekk Ármann ekki að því vísu að púsla saman mörgum lotum í sókninni framan af. Forskotið var þó gott og náði Ármann tveimur mikilvægum lotum í röð til að senda Fylki í spar. Komst Ármann í 14 lotur áður en K-dot náði fjórfaldri fellu með skammbyssu og stal vappanum af Ármanni. Baráttuandinn í Fylki skilaði liðinu nokkrum lotum til viðbótar og var því orðið mjótt á munum undir lokin og leikmenn Ármanns illa vopnaðir. KiddiDisco var nálægt því að koma Ármanni í 15 stig en Zerq var fyrri til og náði að aftengja sprengjuna. Snowy kom Ármanni í sigurstöðu í næstu lotu og tryggði Ármanni svo 29. lotuna til viðbótar.

Lokastaða: Ármann 16 – 13 Fylkir

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu og nokkur óhöpp inn á milli verður það að teljast góður árangur hjá Ármanni að tryggja sér fjórða sætið í deildinni með þessum sigri. Útlitið er þó svart fyrir Fylki sem á það á hættu að falla niður í fyrstu deild vinni Kórdrengir Sögu á föstudaginn.

Í síðustu leikjum sínum á tímabilinu taka Fylkir á móti Sögu þriðjudaginn 29. mars og Ármann á móti XY föstudaginn 1. apríl. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Bein lýsing

Leikirnir