Úthverfin sem verst urðu úti í veðrinu löskuðust einnig gríðarlega þegar fellibylyrinn Katrína gekk yfir borgina árið 2005.
Hvirfilbylurinn orsakast af miklu veðrakerfi sem gengið hefur yfir hluta Bandaríkjanna síðustu daga og hefur þegar leitt til dauðsfalla í Texas og Oklahoma.
Enn er verið að leita að fólki í New Orleans og tugir eru slasaðir eftir hamfarirnar.
Veðrakerfið hefur leitt til mikils úrhellis og sterkra vinda þegar það gekk yfir Louisiana, Mississippi og Alabama í gær.