Albright fæddist Marie Jana Korbelova í Prag í Tékklandi árið 1937, sem var þá Tékkóslóvakía, en faðir hennar starfaði sem sendiherra og var gerður útlægur árið 1939 þegar nasistar tóku yfir. Hún kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður árið 1948 og hlaut bandarískan ríkisborgararétt árið 1957.
Hún tók við sem fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1997 í ríkisstjórn Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta en áður hafði hún starfað fyrir nokkra bandaríska forseta og varaforseta sem ráðgjafi í utanríkismálum.
Hún átti eftir að gegna veigamiklu hlutverki sem ríkiserindreki og árið 2012 hlaut hún frelsisorðu Bandaríkjaforseta fyrir störf hennar í þágu lýðræðis og mannréttinda. Hún spilaði til að mynda lykilhlutverk við að binda enda á þjóðarmorðið í Kósóvó.
Þegar hún lést var hún prófessor við utanríkisþjónustudeild Georgetown háskólans auk þess sem hún sinnti nefndarstörfum fyrir ýmis samtök.
Below is a statement from the family of @Madeleine: pic.twitter.com/C7Xt0EN5c9
— Madeleine Albright (@madeleine) March 23, 2022