Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. mars 2022 21:01 Hin ónýttu herbergi á háskólasvæðinu munu nýtast flóttamönnunum vel. Þau hafa lítið verið notuð síðustu árin. vísir/sigurjón Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Sjá meira
Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Sjá meira