Fann fyrir kulnun í handboltanum: „Leið ekki eins og mér átti að líða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Lovísa Thompson átti sannkallaðan stjörnuleik gegn ÍBV um helgina og skoraði fimmtán mörk. vísir/Hulda Margrét Valskonan Lovísa Thompson hefur komið endurnærð til baka eftir að hafa tekið sér frí frá handbolta. Hún hefur sjaldan spilað betur en undanfarnar vikur. Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita