Jón Axel Guðmundsson var stigahæsti leikmaður vallarins en gerði 23 stig ásamt því að taka tvö fráköst og gefa eina stoðsendingu á rúmri 31 mínútu.
Merlins er í níunda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Hamburg sem er í áttuna sætinu sem er síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Crailsheim Merlins eiga þó fjóra leiki til góða á Hamburg.
Bayern er eftir sem áður í öðru sæti deildarinnar, nú einungis tveimur stigum á eftir toppliði Bonn.