Tindastóll heimsækir ríkjandi Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn en bæði lið eru örugg með sæti í úrslitakeppninni en Þórsarar hafa að miklu að keppa því þeir geta stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitli með sigri á Stólunum í kvöld.
Strax í kjölfarið er komið að grannaslag Grindavíkur og Keflavíkur sem bæði verða að öllum líkindum með í úrslitakeppni en Grindvíkingar eru þó ekki fullkomlega öruggir þó þeir standi vel að vígi í sjöunda sæti deildarinnar.
Auk íslenska körfuboltans verða rafíþróttir fyrirferðamiklar á sportstöðvum Stöðvar 2 þar sem sýnt verður frá Arena deildinni klukkan 18:30 á Stöð 2 Esport áður en GameTíví mætir á svæðið með sinn vikulega þátt.
Alla dagskrá dagsins má sjá hér fyrir neðan.