Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2022 14:00 Frá Hvítárbakka í Borgarfirði í gærmorgun. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur. Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Sjá meira
Vorleysingar um helgina voru ansi hraustlegar. Ár flæddu yfir bakka sína og vegir liggja undir skemmdum. Ástandið var hvað verst í uppsveitum Borgarfjarðar, rennslið þrefaldaðist í Bugðu í gær og í Ölfusá mældist mesta rennsli í níu ár en áin olli þó engum usla þótt barmafull væri. Inga Björgvini Reynissyni, þrautreyndum verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarfirði, rekur ekki minni til þess að ástandið hafi verið verra á svæðinu síðan 2002. „Þetta er bara búið að vera með verra móti núna um helgina. Vatnavextirnir eru svona búnir að vera í það mesta,“ segir Ingi Björgvin. Búið er að loka veginum um Geldingardraga vegna skemmda. „Það eru venjulegu staðirnir hjá Ferjukoti, Hvítárbakka, svo er Dragholtsvegurinn lokaður ennþá vegna vatnaskemmda.“ Ingi segir að afleiðingar leysingaflóðanna sé verkefni sem bæti gráu ofan á svart. Mikið álag hafi verið á vegagerðinni í vetur, þannig hafi mikið verið um lokanir vegna vályndra veðra og þá blasi við holuvandamál í slitlögunum. Ingi segir þó að öll verkefni sé hægt að leysa. „Það er unnið á öllum vígstöðvum. Öfgarnar eru orðnar svolítið miklar,“ sagði Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarfirði. En heilt yfir voru leysingarnar í ár ekkert óvenjulegar að sögn Huldu Rósar Helgadóttur náttúruvársérfræðings. „Þetta magn í ánum er semsagt sirka á tveggja ára fresti. Þetta er ekkert eitthvað óvenjulegt þannig en það virðist vera að staðbundið hafi sums staðar flætt yfir meira en vanalega,“ segir Hulda Rós. Það lítur út fyrir að þetta sé búið í bili er það ekki? „Jú það lítur út fyrir það. Þær virðast flestar hafa náð flóðatoppi og þær eru allar á niðurleið og framundan er bara tíðindalítið í veðri þannig að þetta virðist vera að jafna sig bara,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur.
Veður Borgarbyggð Reykjavík Vegagerð Tengdar fréttir Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31 Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Sjá meira
Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. 27. mars 2022 20:31
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46