Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 11:41 Miklar breytingar hafa orðið á hluthafalista Íslandsbanka eftir útboð Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18