Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:42 Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er afar ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telur að mistökin megi rekja til „mikilmennskuæðis“ hennar. vísir/vilhelm Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49