Balkovec fékk nefnilega hafnabolta í augað eftir misheppnað högg frá leikmanni og fékk svakalegt glóðarauga. Hún sýndi það á Instagram á dögunum.
„Þegar allt er tekið með í reikninginn er ég mjög heppin. Læknarnar hafa sagt mér að fara mér hægt og ég ætla að fylgja ráðleggingum þeirra. Eins mikið og ég sakna þess að vera í kringum leikmennina og starfsfólkið geri ég ekki ráð fyrir að þetta hafi áhrif á starf mitt og skyldur gagnvart liðinu á tímabilinu,“ sagði Balkovec í yfirlýsingu.
Það er ekki bara augað á Balkovec sem er svart heldur einnig húmorinn. „Ég var reyndar komin með nokkra módelsamninga en þetta setti strik í reikninginn,“ skrifaði Balkovec á Instagram.
Balkovec, sem er 34 ára, komst í fréttirnar fyrr á þessu ráði þegar hún var ráðin stjóri Tampa Tarpons. Hún er fyrsta konan sem er stjóri hjá karlaliði í hafnabolta. Tampa Tarpons er eins konar varalið New York Yankees. Balkovec hóf störf hjá Yankees fyrir þremur árum.