Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:35 Gal Gadot er meðal aðalleikara í myndinni sem tekin verður upp í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Vísir Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20. Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20.
Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein